Í gær horfði ég á sjónvarp til tilbreytingar. Dagskráinn kom mér á óvart. Tveir af mínu uppáhalds þáttum, frá Sky síðanstliðin vetur eru á dagskrá Rúv, á mánudagskvöldum. Það tók mig tíma að átta mig á þessu vegna þess að nöfn þáttannna eru alltaf þýdd yfir á íslensku.
Skrubs - (Nýgræðingurinn, held ég á íslensku)
7. þátturinn var í gær, þetta eru þættir um læknanema sem eru að læra að taka ábyrðina á því að vera læknar. Yfirmenn þeirra eru hver öðrum verri. Þessir þættir eru verulega fyndir og ég mæli með því að byrja að fylgjast með þeim.
Alias - (Launráð)
Þættirnir eru í raun ein löng saga, því miður hef ég bara náð einum og einum þætti, ein þeir sem ég hef séð eru góðir. Fjalla um stelpu, Sidney sem telur sig starfa fyrir CIA, en er í raun að starfa fyrir SD6, og þegar hún segir unnusta sínum frá þessu er hann myrtur af yfirmönnum hennar. Við það fer hún að vinna sem tvöfaldur njóstnari fyrir CIA. Þættirnir enda alltaf með Sindey í einhverskonar klípu, svo að maður bíður örugglega spenntur eftir næsta þætti
Ég vil þakka Rúv mönnum fyrir að hafa loksins verulega gott mánudagskvöld