Það vantar margt í The Sims því þetta á að vera real life simulator en er það svo sannarlega ekki, bara sami dagurinn aftur og aftur.
Þetta má bæta finnst mér.
Dagatal! Það á að vera dagatal í leiknum með helgum, frídögum og öllu tilheyrandi.
Mánaðargreiðslur! Maður ætti að fá borgað í lok hvers mánaðar, það myndi bæta strategíið til muna í leiknum, því maður yrði að spara til að halda út mánuðinn.
Reikningar! Maður þyrfti að borga mánaðarlega reikninga, til dæmis rafmagn eða síma og ef þeir væru ekki borgaðir yrði rafmagnið tekið frá simsunum sem myndi þýða: ekkert sjónvarp, enginn ljós (vont fyrir skapið) matur myglar í ísskápnum eða þá að þú gætir ekki hringt í neinn.
Innkaup Þetta gæti verið einfallt eins og í gamla real-life leiknum Jones, þú gætir keypt eins dags skammt, vikuskammt (ekki gáfulegt hafirðu ekki borgað rafmagnið) eða partyskammt/grillmat.
Maður gæti kannski verslað símleiðis en þá myndi bætast við aukakostnaður, td 10% af kostnaðarverði.
Tíminn á að líða HÆGAR eða simsinn á að hreyfa sig HRAÐAR, tíminn sem fer í svefn eða sjónvarpsgláp er hæfilegur en simsinn er korter að labba á milli herbergja og klukkutíma á klóstinu.
Jæja ég er enginn simsari hvort sem er, oftast skemmtilegt fyrst þegar maður þarf að streða við að halda sér á lífi í pínulittlu íbúðinni sinni með pínulittla sjónvarpið sitt, étandi pítsur og sofandi á einhverskonar bedda. Það er GAMAN, en svo vinnur maður sig rólega upp á við, fær sér ískáp, betra rúm, stærra sjónvarp, fleiri herbergi, giftis, eignast krakka og áður en maður veit af hefur maður ekkert að gera við peningana sína lengur því maður er búinn að fylla út lóðarsvæðið sitt, komin með tvær hæðir fullar af herbergjum sem öll hafa sitt parket og veggfóður og öll herbergin eru full af píanóum, borðum, stólum, hljómtækjum, antik-skápum, lyftingartækjum, málverkum, sófum, fiskabúrum, plöntum, klósettum, leikföngum, nuddpottum, skákborðum, bókahillum, sjónvörpum, málningarstrigum, styttum og allskyns drasli sem simsarnir SJÁ ekki einu sinni því þau hafa ekkert að gera upp á aðra hæð hvort sem er.