Jæja hér kemur framhaldið =)
Miry og Klaron tóku vel á móti Patty og Kat þegar þær dröppuðust úr leigubílnum ásamt 3 óvæntum barnabörnum.
Miry og KLaron leyfðu stúlkunum að búa hjá sér um stund, eða þar til þær myndu finna sér húsnæði.
Patty fékk sér vinnu sem leikari en byrjaði á botninum og sótti kaffi handa öðrum stórstjörnum.
Kat fékk hinsvegar stæðilegt starf í viðskiptum og var fljótlega flutt út úr mömmuhúsi yfir í rúmgott tvíbýlishús með tvíburana sem voru að verða child.
Patty þurfti hinsvegar að dvelja aðeins lengur í gestaherberginu ásamt Stuart(child að verða teen) Troy sem nú var orðinn óþekkur toodler var að gera foreldra sína uppgefna og þess vegna var barnapía kölluð til og Miry og KLaron skelltu sér á fínan veitingastað.
Þau pöntuðu dýran mat og vín og nutu hvers augnabliks, eða þangað til Patsy og Patrick mættu á svæðið og auðvitað þurftu þá að bjóða þeim sæti hjá sér.
Patsy talaði og talaði og sagði þeim m.a frá því að hún og Patrick hefðu ættleitt stelpu sem héti Diana.
Miry og klaron tóku þátt í samræðunum en vonuðu að þau færu sem allra fyrst. Þegar klukkan var orðin margt þurftu Miry og Klaron að fara heim.
Barnapían beið pirruð eftir þeim á tröppunum, stappaði fótum og sagði þau vera allt of sein.
Miry borgaði og sofnaði þreytt upp í rúmi.
Næsta dag vaknaði Miry við gráturinn í Troy. Hún var orðin frekar þreytt á honum, en tók hann samt upp, ‘'snugglaði’'hann, gaf honum að drekka og setti hann aftur í körfuna þar sem hann boraði í ákaft í nefið og vældi yfir því að hann vildi fá hund.
Þegar Miry heyrði þetta fór hún að hugsa og fannst að það væri ekki svo vitlaust að fá sér hund. Þess vegna ákváðu KLaron og Miry að fá sér lítinn hvolp, hann var alveg hvítur með blá augu og var ofsalega sætur >^.^<
Þau skírðu hann Diamond og komu fram við hann sem slíkann, hann var semsagt mjög dekraður.
Eftir því sem Diamond stækkaði varð hann enn óþekkari og hlýddi bara alls ekki =(
Hann endaði upp með að naga í sundur allt í stofunni. KLaron og Miry og einnig Patty sem var orðin leið á slímugri tungunni sem vakti hana hvern einasta dag ákváðu því að ráða hundaþjálfara.
Miry og Klaron fóru síðan í vinnuna en Patty átti að taka á móti honum. Patty beið úti en fær hálfgert sjokk þegar gengur þessi rosalega sæti(sexí..hehe..) maður Hann kynnti sig sem Alex Pardon(Alex afsakaðu) og gekk síðan rakleiðis til hundsins sem var að enda við að naga sófann.
Patty sem var orðin leið á litla gestaherberginu ákvað að tæla Alex með öllum ráðum og hló að öllu sem hann sagði og gerði.
Óútskýranlega gekk þetta upp og Alex bauð Patty út um kvöldið. Patty samþykkti og hringdi síðan rakleiðis í Nanny og bað um pössun fyrir Stuart.
Um kvöldið klæddi hún sig í það fínasta sem hún átti og keyrði á veitingastaðinn þar sem hún mundi hitta Alex.
Þau áttu rómantískt kvöld og höfðu plön um að hittast aftur.
Allir í húsinu voru sofnaðir þegar hún kom aftur og því fór Patty bara að sofa, alsæl eftir kvöldið með draumaprinsinum.
Marsika-
Timothy og Marsika áttu yndislegt líf í húsinu þeirra í Sims state university og skorti ekkert, Marsika eignaðist fullt af vinum og oft voru haldin heljarinnar partý. Greg Erlin pabbi Timothys kom oft í heimsókn sem varð stundum vandræðalegt þar sem hann gerði ekki boð á undan sér ef þú veist hvað ég meina…
Marsika og Timothy kláruðu fyrsta árið með stæl og héldu áfram að lifa yndislega ífinu sínu í yndislega húsinu sínu á yndislegu háskólalóðinni…
framhald? og hugmyndir og komment og…
tell me what you think ;)
- Steinunn Ólína-