Jæja nú kemur framhaldið.
Miry og Klaron
Miry lifði nú frekar stöðugu lífi og eyddi deginum í litlu ‘'rúsínuna’' hann Troy.
Marsiku sem nú var orðin athyglissjúkur unglingur þoldi það illa.
Þar sem þetta var nú orðin 6 manna ‘'fjölskylda’' var ákveðið að henda öllu dótinu í kassa og flytja á nýrri og stærri stað.
Hús í Belladonna Cove varð fyrir valinu,húsið var með fjórum herbergjum og sæmdi þeim ágætlega. Marsika fékk sér herbergi rétt eins og Shannon en strákarnir deildu herbergi og það gerðu einnig Miry og Klaron.
Þegar dótið hafði verið tekið upp úr kössunum og síðasta fjölskylumyndin hengd fyrir ofan arinstæðið virtist allt tilbúið.
Marsiku fór þó snemma að leiðast enda urðu allir vinirnir eftir í Riverblossom Hills.
En að lokum fann hún sér vin, sem reyndist síðan vera meira en vinur, þetta var strákur að nafni Timothy og fljótlega byrjuðu þau saman. Þegar kom af því að kynna kærastann fyrir fjölskyldunni kom hinsvegar babb í bátinn…
Allir höfðu reyndar skemmt sér vel en þegar kom af því að sækja Timothy, hringdi dyrabjallan og þegar Miry svaraði var enginn annar en Greg Erlin sem svaraði!
Þau urðu bæði vandræðanlega en Klaron bjargaði málunum og bauð honum inn. Greg var víst giftur og áttu þau einungis Timothy.
Greg kvaddi og Timothy fylgdi honum vandræðilega á eftir.
En þrátt fyrir þetta héldu Timothy og Marsika áfram að hittast og skemmtu sér konunglega.
Miry var nú tilbúin að fá sér vinnu, þar sem Troy var kominn í dagpössun.
En Miry vissi ekki beint hvað hana langaði að vinna við og þegar atvinnuauglýsingarnar höfðu verið tættar í sundur gafst hún upp og hélt að henni væri eingungis ætlað að vera heimavinnandi húsmóðir.
Klaron sem vann sem skólastjóri stakk hinsvegar upp á kennslustarfi þar sem hann vissi að losnað hefði staða sem ‘'playground monitor’' í skólanum hans og honum fannst Miry tilvalin í starfið.
Miry sló á það og brátt byrjaði hún að passa bandóða krakka í kuldagalla.
Þetta fannst nú Miry frekar leiðinlegt en brátt reis Miry upp metorðastigann og var orðin menntaskólakennari.
Nú vinna hjúin Klaron og Miry alsæl saman sem kennarar.
En snúum okkur að Marsiku, Marsika var nú komin hálfaleið sem unglingur og fannst tími til kominn að drífa sig í háskóla, hún fékk fjöldann allann af skólarstyrkjum t.d fyrir áhuga sinn á líkamsrækt, myndlist og cooking.
Þess vegna hélt hún vel stæð áleiðis til háskólans, ólíkt Patty og Kat.
Þegar dagurinn rann upp og Marsika ætlaði að halda til háskolans lá við að Klaron þyrfti að binda Miry við stól til þess að koma í veg fyrir að hún stykki með Marsiku til háskólans.
Miry átti bara svo erfitt með að horfa á Marsiku fara.
Patty,Kat og Marsika
Þar sem Patty og Kat voru nú þegar í háskóla fannst Marsiku sjálfsagt að hún fengi að vera hjá þeim, það fékk hún líka og deildi herbergi með Stuart sem kunni ekki vel við það í fyrstu en þurfti að læra að sætta sig við það.
Marsika valdi einnig viðskiptaleiðina rétt eins og Kat.
En Greyjið Marsika…Patty og Kat sem voru orðin þvílíkt þreyttar á lætunum í börnunum sínum létu nú Marsiku sjá um þau og hlógu innra með sér þegar þær fóru á djammið, barnlausar.
Þegar leið á árið fékk Marsika óvænta heimsókn.
Var það ekki barast Timothy sem bankaði upp á og bað Marsiku um að trúlofast sér. Marsika játti því og saman fluttu þau í hús Timothys, Patty og Kat til mikillar gremju.,þetta hús var ekkert smá stórt miðað við hús þeirra systra Patty's og Kats, enda var Greg Erlin ótrúlega ríkur.
Þarna lifðu þau í vellystingum miða við aðra nemendur og fengu oft Miry í heimsókn.
En að Patty og Kat…Nú þegar þær höfðu lokið við síðasta lokaprófið þeirra var haldin veisla og öllum ættingjum boðið, Síðan fluttu þær alsælar og útskrifaðar heim á leið með 3 börn í eftirdragi.
-THE END-
Framhald???
( ég veit ég segi þetta oft en ég held að sögurnar verði aðeins 10 og þetta er 6.sagan)
Enn og aftur getiði plíííss komið með einhverjar hugmyndir.
´- Steinunn Ólína-