Patty og litli strákurinn hennar hann Stuart leið afskaplega vel, því var nú aðalega að þakka baráttu Patty við að skrapa saman hverjum eyri sem afgangs var í leikföng handa Stuart, Kat hjálpaði einnig til við peningamálin en eyddi ekki eins miklu í Stuart. Nú þar sem Patty var orðin einstæð móðir í háskóla gekk henni ekki eins vel í náminu og fékk stöðugt lakari einkunnir. Kat átti einnig frekar erfitt með námið og eyddi dögunum í verslunarferðir og djamm. Eins og læra má af fyrri Iceta sögunum endaði þetta ekki vel og áður en Kat vissi af gekk hún með barn í maganum. Hún vissi ekki hver faðirinn var.
Stuart var nú orðin child og daglega keyrði Patty hann í skólann en einn daginn þegar Patty var að fara að kveðja Stuart rak hún augun í mann sem leit nákvæmlega eins út og Hurley Raff , með nákvæmri athugun komst Patty af því að þetta var enginn annar en Hurley Raff , en hvað var hann að gera hér ?. Næstu daga sá Patty Hurley daglega og einn daginn sá hún einnig lita stelpu koma hlaupandi á móti honum og öskraði ,, Pabbi , Pabbi ‘' Patty fattaði strax að þetta hlaut að vera dóttir hans og rauk að honum og bitch slappaði hann, síðan þaut hún í burtu.
Kat var nú komin á steypirinn og fæddi að lokum ekki eitt barn heldur tvö, strák og stlepu sem voru skírð Madison og svo strákurinn hann Greg en hann var skírður eftir föður Kats og Patty. En nú þar sem þau voru orðin 5 manna ’'fjölskylda'' þurftu þau að fara að leita að stærra húsnæði. Þær systur fundu ágætt hús í friðsælu hverfi og húsið reyndist nógu stór þar sem það var með 4 herbergjum. Eitt fyrir Patty , Eitt fyrir Kat og tvíburana , eitt herbergi fyrir Stuart og svo verðandi herbergi tvíburana. Systurnar eru nú á þriðja árinu í háskóla og reyna að gera það besta úr þeirra aðstæðum.
Miry og hennar drama
Núna var Miry greyjið orðin einstæð aftur og bjó í húsi sínu ásamt Marsiku ( child) og Gregory (toodler) Miry var orðin leið á sínu tómlega lífi og fékk Nanny til að passa krakkana eitt kvöldið og fór út að skemmta sér. Þar hitti hún Patsy , konuna sem var vinnufélagi hennar þegar hún var húshjálp. Patsy kynnti Miry fyrir manninum sínum sem hét Patrick. Miry , Patsy og Patrick skemmtu sér allt kvöldið. Patsy skrapp á salernið og um leið og hún hvarf í gegnum dyrnar smellti Patrick á hana rembingskossi , en Miry ýtti honum bara í burt og spurði hann hvort það væri eitthvað að honum að láta svona. Patrick sagðist vera búin að vera skotinn í henni frá því í miðskóla. Þá rann upp fyrir Miry að þetta var fyrrum bekkjarbróðir hennar sem gekk með henni í skóla þegar Miry var 16 ára. Miry mundi einnig hversu skotin hún hafði verið í honum en Miry vildi sömuleiðis ekki eyðileggja samband hennar og Patsy svo hún fór heim. Heima beið Nannyjin eftir henni, búin að senda krakkana upp í rúm. Miry borgaði og fór upp í rúm að sofa. Næsta kvöld ákvað hún að prófa aftur og fór þá á skemmtistað í eigu Malcolm milljónera. Þar kynntist hún manni sem kynnti sig og sagðist heita Steven, til að gera langa sögu stutta endaði hún heima hjá honum…
Eftir um mánuð var Miry byrjuð að finna fyrir morgunógleði og vissi þá hvað hafði gerst..hún var ófrísk. Eftir nokkurn tíma fæddist lítil stelpa í heiminn skírð Shannon.
Nú liggur þannig á að Miry á fimm börn með 4 mönnum. Hún á Patty og Kat með Greg Erlin, Marsiku með Klaron, Gregory með Hugh Chadwick, og Shannon með Steven.
Að hugsa sér….
Framhald????