Sheperd - Partur 1 Derek Sheperd, (pínu stolið úr Greys Anatomy ;P) og Dianna Sheperd voru nýgift þegar þau fluttu til Sample. Þau höfðu leitað að fallegum og rólegum bæ til að búa í og eignast fjölskyldu. Þau fluttu í mjög lítið hús, vegna þess að þau áttu ekki efni á öðru. Þau fengu hjálp frá foreldrum og systkinum með flutninginn. Að flutningum loknum, settust Dianna og Derek í sófann. Þetta hafði verið efriður dagur. Þau sátu þar um stund, knúsuðust og kysstust. En fóru svo snemma í háttinn.

Um morguninn, fór Derek snemma á fætur og eldaði morgunmat handa þeim tveim. Dianna vaknaði við gómsætan ilminn af pönnukökunum, og fór fram. Þar var Derek að leggja á borðið handa þeim.Þau settust og nutu þessarar máltíðar. En allt í einu varð Dionnu verulega óglatt og hljóp fram á bað, Derek hljóp á eftir henni og spurði stanslaust hvað væri að pönnukökunum sínum. Dianna skellti hurðinni á baðherberginu, og Derek heyrði hana gubba. Þegar hún kom fram sagði að þetta hefðu ekki verið pönnukökurnar, heldur að þetta væri morgunógleði. Ha?! Derek brosti útað eyrum. Dianna var ólétt! Þau voru alsæl af hamingju.
Þau gátu ekki haldið áfram að borða af spenningi. Dianna hringdi í ættingjana sína, og Derek í sína og sögðu þeim frá fréttunum. Derek leitaði síðan að vinnu. Hann fann eina við sitt hæfi, þ.e.a.s. Sjúkraliða. Og tók hana.

Daginn eftir fór Derek í vinnuna, en Dianna var eftir heima. Hún skoðaði barnadót, föt og fleira handa komandi barni, enda með það á heilanum. Síðan slappaði hún af, það var enginn tilgangur að leita að vinnu því hún færi bara strax í fæðingarorlof, og Derek fékk vel borgað.
Svona liðu dagar, þau spöruðu eins mikið og hægt var. Bumban stækkaði. Svona liðu vikur, þau spöruðu enn meira. Bumban á Diönnu stækkaði enn meir. Mánuðir.
Rétt fyrir fæðingu barnsins, missti Derek vinnuna.! Dianna tjúllaðist, barnið gæti komið á hverri stundu, og þau voru enn óflutt. Og nú var Derek atvinnulaus, hann róaði konu sína og fór strax að leita að húsi. Hann fann indælt hús, sem þeim báðum leist vel á. Þau byrjuðu hægt og rólega að pakka hlutunum saman. Um kvöldið var flest komið ofan í kassa og flutningabíllinn var á leiðinni. Þau settust í sófann sem hafði fylgt húsinu og biðu eftir flutninga bílnum. Dianna fann fyrir kvíða, henni fannst óþægilegt að hugsa um flutninga, þótt þetta væri bara stutt. En svo rann flutninga bílinn í hlað. Derek og bílstjórinn röðuðu kössunum skipulega inn í bílinn, og svo var skottinu skellt aftur. Derek og Dianna settust inní bílinn sinn og óku úr hlaði og flutningabíllinn með.

Er komin lengra bara þetta er orðið dáldi langt..:}
En endilega commenta hvað ykkur fannst!

Kær kveðja
Heiða123