Þar sem hinar sögurnar um Iceta fjölskylduna hafa aðalega fjallað um Miry og hennar vandamál svo nú ákvað ég að fjalla um líf Patty og Kat í háskólanum.
Þegar Patty og Kat stígu út úr bílnum sem hafði keyrt þær að verðandi háskóla sínum, brostu þær vegna feginleika yfir því að vera laus við þessi fáránlegu fjölskyldu þeirra. Þeim til furðu voru Patty og Kat fyrstar sem mættu og fengu því mikið úrval af herbergum þær völdu herbergi hlið við hlið og byrjuðu að taka upp dótið sitt. Háskólinn þeirra var frekar stór á tvem hæðum, með kaffiteríu á neðri hæðinni,hana sá um gömul kona sem var dugleg að ausa skömmunum yfir krakka sem níttu ekki daginn í ´námið.
Patty ákvað að taka leiklist sem aðalgrein en Kat fór út í viðskipti því í framtíðinni vildi hún stofna fyrirtæki.
Þær stöllurnar voru duglegar á djamminu fyrstu dagana og eignuðust marga nána vini. En Patty var fyrst til að átta sig á að þær þyrftu að einbeita sér betur að náminu rétt eins og gamla konan í kaffiteríunni öskraði framan í þær dags daglega.Patty byrjaði því að leggja harðar að sér og var brátt á toppnum í ´sínum árgángi. Kat var samt frekar seinheppin og þurfti að vaka langt fram eftir til að ná upp en hún hélt samt áfram að djamma. Þegar árið var á enda var lokaprófið eftir og kokhreistar í fínu fötunum gengu þær inn´í prófstofuna.
Patty snéri glöð heim með $2000 en Kat með aðeins $500. Dagarnir liðu og þær lærðu, fóru í verslunarleiðangra, hengu með vinum sínum og djömmuðu en einmitt á þesskonar djammi kynntist Patty manni að nafni Hurley Raff sem sýndi henni mikinn áhuga og þau töluð mikið og á endanum kysstust þau eins og þau ættu lífið að leysa, þessi ‘'leysa’'endaði upp í svefnherbergi.
Næsta dag var Hurley farinn og Patty ákvað að gleyma þessu. Kat var ennþá sofandi þegar Patty bankaði upp á svo hún gekk niður og sá þá Hurley að tala við gömlu konuna í kaffiteríunni, en Hurley sá ekki hana. Þegar hann var farinn spurði hún kaffiteríukonuna hvernig hún þekkti Hurley þá sagði hún að hann væri sonur sinn ( það er satt!) þetta fannst Patty nú frekar pínlegt svo hún dreif sig upp í herbergi. Næstu daga byrjaði Patty að fá mikla ógleði sem hún hélt að tengdist háskólamatnum svo hún fékk sér sinn eiginn mat. En ógleðin hélt áfram svo hún fór til læknis sem tilkynnti henni að hún væri ófrísk og því á eftir fylgdu hamingjuóskir. En patty leið nú frekar illa því hún vissi að Hurley var faðirinn.Og hún vissi líka mæta vel að Hurley mundi ekkert með hana hafa.
Er ekki komin lengra….