Ég hef verið með svona “application crash” vandamál áður en það reyndist vera að róa sig aðeins niður í smá stund.
Í gær hins vegar var ég í leiknum og einn gaurinn minn átti afmæli. Þegar hann var búinn að blása á kertinn og svo átti hann að “grow up” fraus leikurinn og “application crashed” birtist á skjánum.
Ég hef reynt mjög lengi að fá ráðleggingar frá mismunandi fólki hvað ég eigi að gera við þessu og margir segja að ég eigi að uninstalla leiknum og setja hann svo aftur in. Málið er að ég vil alls ekki missa öll savin mín.
Fólk hefur sagt að ef ég geri uninstall muni talvan spyrja mig hvort ég vilji halda savunum en í dag prufaði ég og þá komu þau skilaboð að öll savin mundu glatast og hvort ég vildi halda áfram og ég sagði auðvitað nei.
Svo hefur fólk líka komið með það ráð að checka hvort það sé einhver vírus í einhverju af downloadinu. Hef samt verið að pæla í því að ef ég tek custom contentin út, hvað verður þá um simsana sem eru kannski með dowloadaðað hár eða þannig?….


Einhver með eitthvað ráð?