Ég var að búa til mann um daginn og langaði
rosalega til þess að prufa að setja ekkert í
persónuleikana. Þannig að þegar ég spilaði hann nennti
hann ekki að taka til eftir sig o.fl. Svo fékk ég mér tilraunarborð og lét hann þannig æfa sig fyrir nýju vinnuna
sína sem var eitthvað svona vísinda, en hvað með það. Þegar hann bjó svo til gulan drykk og drakk hann þá fóru allar persónulegu stikurnar í botn. Enda sagði “messaggasið” sem kom þegar hann var búinn að drekka drykkin að persónuleikarni hefðu orðið öfugir. Og öfugt við tómt er fullt.
![](/hstatic/images/avatars/hugi_haus_grar_b_140x140.png)