Ég var í Sims núna rétt áðan og hvolpur sem ég hafði verið með var að stækka.
Mamma hans er “hreinræktaður” (með öðrum orðum bara hundur sem ég fór og keypti…keeshond) og pabbi hans er undan dalmatíu- og collie hundi, semsagt blendingur.
Semsagt þegar hann stækkaði, þá er líkamsbyggingin og feldurinn (hversu loðinn hann er) eins og collie og með depla eins og dalmatíuhundur.
Fór bara að pæla hvort að það sé alveg eðlilegt í sims að hundur geti verið með erfðir úr ömmu og afa?
Finnst það bara eitthvað svo skrýtið…sést ekkert á honum að hann sé undan mömmu sinni….