Sims leikirnir eru með ýmsa galla sem ekki var hægt að laga áður en þeir voru settir í búðir. Gallarnir geta verið af mismunandi ástæðum, leikurinn ekki prófaður nóg og svo eru til svo margar tölvur og ómögulegt að prófa leikinn á öllum. Svo geta máske komið upp einhverjir árekstrar á milli leikja.
Svo fer leikurinn í spilun, gallarnir finnast, fólk kvartar og sérstakt lið reynir að laga þá. Svo er sendur út risastór plástur sem á að laga flest alla gallanna sem fundust. Og þannig tengjast plástrarnir Sims.
Þetta er svona með flest alla leiki. Bæði vegna fyrr nefndra ástæðna og líka vegna þess að fyrirtækin flýta oft útgefingu leikjanna.