Fyrst þarftu að búa til nýtt .ZIP folder. Til þess að gera það hægri-smellir þú á desktop-ið og ferð í new-ZIP archive. Síðan setur þú húsið sem þú gerðir í ZIP skjalið. (þegar þú gerir package lot þá birtist skjal í My Documents\EA Games\The Sims 2\PackagedLots sem heitir það sama og húsið)
Síðan þarft þú að skrifa readme, þetta er ekki nauðsynlegt í rauninni en bestu síðurnar, eins og modthesims2 finnst það æskilegt. Það er ekkert flókið, þú þarft bara að skrifa lýsingu á húsinu og að fólk má ekki setja þetta á aðrar síður og þykjast hafa búið til húsið þitt.
Síðan þarft þú að taka nokkrar myndir af húsinu. Þú þarft eina af húsinu í heild og síðan eina af hverri hæð. Síðan ferðu bara inn á modthesims2.com , færð þér notendareikning og fylgir leiðbeiningunum þar til að setja húsið á síðuna.