Það er frekar auðvelt að hindra þetta, finnst undarlegt að sumum hafi ekki dottið þetta í hug!
Þú einfaldlega ýtir á húsin sem þú vilt hafa í leiknum og þegar kemur upp hús“skjalið” ýtir þú á info-takkann (talblaðra með stóru I-i inn í!) ef það býr einhver í húsinu. Þegar þú ert komin inn í info-“skjalið” ýtir þú á “Sims 2”-takkann sem er í sömu röð og info-takkinn (Sims 2-takkinn er lítill hnöttur eða hugsunarblaðra með upp-ör í) og þá kemur upp lítil, blár kassi og þú getur valið insert to net eða insert to Ea Games file eða eitthvað og þú skalt velja insert to Ea Games file.
Ef það býr enginn í húsinu gerir þú það sama nema það er enginn info-takki og þú ýtir beint á “Sims 2”-takkann.
Svo ferðu úr leiknum þegar þú ert búin og farðu í My Documents, veldu Ea Games og Sims 2. Þá finnurðu möppu sem heitir Projects. Í Projects-möppunni eru öll fötin sem þú hefur gert, það er best að skoða allt vandlega og delet-a fötunum sem þú vilt ekki hafa út úr möppunni. Svo skaltu fara út úr möppunni og klikka einu sinni með hægri músartakka á hana. Þá færðu upp möguleika eins og Cut, Copy, Undo og fleira. Þú skalt ýta á Copy, svo skaltu setja Ea Games - möppuna niður og hægri klikka einu sinni á auðan stað á skjámynd tölvunnar. Þú getur valið Paste og fleira, þú skalt velja Paste og þá þarftu að bíða smá stund, það kemur örugglega upp kassi með tveimur möppum en þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur.
Þegar mappan er komin á skjámyndina skaltu opna Ea Games-möppuna aftur og velja möppu sem heitir Saved Sims. Í Saved Sims-möppunni eru simsar sem þú hefur búið til, svona heilir simsar í fötum og með sérstök andlit og hár. Þú skalt skoða allt vandlega eins og í Project-möppunni og henda út því sem þú vilt ekki hafa. Svo ferðu til baka í Ea Games-möppuna og hægri klikkar á möppuna. Það koma upp sömu valmöguleikar og þú skalt velja Copy aftur. Svo seturðu Ea Games-möppuna niður og velur góðan, auðan stað á skjámyndinni fyrir möppuna, hægri klikkar enn og aftur og velur Paste. Það kemur upp það sama og áður og þú bíður bara.
Til að hafa húsin skaltu opna aftur Ea Games-möppuna og velja möppu sem heitir PackagedLots (svona skrifað!). Svo skoðar þú húsin, þetta eru húsin sem þú varst að setja inn í möppuna úr leiknum. Þú hendir út óvelkomnum húsum og svo ferðu til baka í Ea Games-möppuna og hægri klikkar á möppuna. Það koma upp sömu valmöguleikar og þú skalt velja Copy aftur. Svo seturðu Ea Games-möppuna niður og velur góðan, auðan stað á skjámyndinni fyrir möppuna, hægri klikkar enn og aftur og velur Paste. Það kemur upp það sama og áður og þú bíður bara.
Þá er þetta komið, og þú getur uninstall-að öllum leikjunum sem þú vilt.
Þegar þú ert búin að uninstall-a leiknum eða leikjunum færirðu möppurnar aftur inn í Ea Games-möppuna, þú verður að fara inn í allar möppurnar og tvíklikka með vinstri músartakka á hvern fatnað, hvern simsa eða hvert hús og velja insert to disc sem stendur neðst á stórum bláum kassa með einhverjum orðum og setningum í.
Þetta geturðu gert og ég vona innilega að þú hafir haft eitthvað gagn af þessu!
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.