Ef þú spilar leikinn alla daga, 24 klukkustundir á dag færðu ógeð af honum. Það er eins með mat og tónlist, því allt er gott í hófi.
Taktu pásur , ekki pína þig til að spila, því það lagar ekkert. Það gæti verið vika eða ár. Eftir einhvern tíma fer þig kannski að langa að spila aftur.
Og svo er betra að hafa úrval í leikjum.
Ég er td með Oblivion, Sims, BW, Fable, Midtown maddness og JSRF. Fimm mismunandi leikir sem ég spila eftir því sem mér hentar.
Svo er auðvitað margt annað hægt að gera, fara út, lesa bók, hanga með vinum. Taktu þinn tíma, það er enginn að neyða þig til að spila leikinn.
Svo er líka hægt að prófa:
Legacy Challenge
Uglacy Challenge
The asylium (sp?)
The Kingdom challange
Og margt annað.
Og þetta með aukapakkana. Jamm, því hver aukapakki kemur með nýjan hlut ^.^