Simsarnir hafa nokkur svona lífsskeið eins og einhvern nefndi (ungabarn, barn, krakki, unglingur, fullorðinn og gamall og svo deyja þau úr elli)
Þegar þeir eru á hverju lífsskeiði þá er svona lína sem er dökkblá en fyllist smám saman og verður ljósblá, á einhverjum simsdögum fyllist hún semsagt og þegar hún er orðið fullt fer simsinn upp á næsta lífsskeið :)
Simsarnir hafa svona þrár, þú getur valið persónuleikann og það sem þá langar í fer eftir persónuleikanum (þetta er samt ekkert fansy bara nokkrar gerðir af persónuleikum) og ef þú uppfyllir þrár þeirra þá fá þeir svona stig sem ég man ekki hvað heita, en ef þú átt nógu mörg stig geturu keipt svona Elixir of Life sem er eins og vatnskælir í laginu einsog stundarglas með grænum vökva í og ef simsarnir drekka þetta þá verða þeir yngri, þessi blá lína tæmist og byrjar bara aftur að fyllast, þannig að ef þú villt ekki að simsinn þinn fari uppá næsta lífsskeið læturu hann bara drekka þetta þegar þetta blá dót er alveg að fyllast og það tæmist…
Þetta gildir samt ekki um börnin og ungabörnin, þau verða að fara uppá næsta lífsskeið.
Þess má geta að simsarnir geta drukkið þetta græna þó einhver annar hafi keipt það fyrir stigin sín (þessi stig eru ekki það sama og peningar) og verða að vera í góðu skapi annars getur þetta haft þveröfugar afleiðingar.