EA hefur tilkynnt í dag að hin vinsæla leikjasería The Sims™ sé að fara í hundana – og reyndar kettina líka, naggrísi og fugla! En EA mun gefa út The Sims™ 2 Pets á allar gerðir leikjatölva, og einnig sem aukadisk fyrir PC útgáfuna. Þessi útgáfa byggir á hinni margverðlaunuðu upplifun sem The Sims™ 2 leikurinn hefur veitt leikmönnum, en þar fá þeir tækifæri á að stýra simsum í gegnum líf þeirra og setja þeim þar markmið í lífnu, allt frá ástarlífi og vinsældum að ríkidæmi og fjölskyldu. The Sims 2 Pets mun verða gefinn út í mismunandi útgáfum fyrir hverja leikjatölvu fyrir sig.

Þegar dýrin eru komin inní myndina verður líf simsanna ennþá skemmtilegra. Kenndu gæludýrunum nýjar brellur, taktu þau með í húsdýragarðinn eða keyptu handa þeim dót og græjur sem henta gæludýrum. Svo er við og við hægt að útvega þeim störf! Eins og í lífinu sjálfu þarfnast dýrin umhyggju og einnig þarf að þjálfa þau. Kettir til dæmis geta klórað gat á sófann, ef þú passar ekki uppá hann. Einnig er það ekki góð hugmynd að skilja hundinn eftir einan hjá blómabeðinu.

”The Sims™ 2 Pets nær að fanga sambandið milli gæludýra og eigenda þeirra,” segir framleiðandi leiksins Rod Humble. ”Hundur sem nagar leikfangið sitt, köttur sem hoppar eftir hnykli, smábarn sem klappar stórum hundi sem situr rólegur og lætur sér líða vel – jafnvel köttur sem liggur í keng í rúmi eigenda síns. Öll þessi sérstöku augnablik höfum við náð að fanga og höfum sett inní leikinn sem myndar sterk tengsl milli leikmanna og dýranna í leiknum.”

The Sims™ 2 Pets verður gefinn út í haust á PlayStation®2, Nintendo GameCube™, Game Boy® Advance og Nintendo DS™. Leikurinn verður einnig gefinn út sem aukapakki fyrir PC leikinn. Svo síðar á árinu kemur út PSP útgáfa.

Bætt við 16. ágúst 2006 - 10:44
og já allir að kaupa sér hann