Ósköp einfalt. Þú ferð í downloads og leitar þar af einhverju sem þig langar í. Þegar þú hefur fundið það ýtiru á heitið á dótinu, ekki myndina. Þá færðu frekari upplýsingar um hlutinn ásamt fleiri myndum og neðst á þeirri síðu sérðu hvaða aukapakka þú þarft til að geta notað hlutinn. Það er linkur fyrir neðan það og þú klikkar á hann, þá ætti hluturinn að downloadast í tölvuna. Svo er bara að unzipa og skelli í download möppuna.
Reyndar er ekki allt í winzip skrám, en ég veit ekki alveg hvað þarf til að opna hinar skrárnar. Þetta er ekkert mál þegar maður hefur lært á þetta.