hérna er korkur sem eingin svaraði

eftir krakkinnbrjal:
“Halló fólk og simsar.
Þá er leikurinn kominn í verslanir:D! Og ég fór einmitt og keypti hann áðan á dönsku okurverði:@.(2800kr, 300kr dýrari en á Íslandi. Rugl)

En ég var að velta fyrir mér hvort það væri hægt að reka hótel í honum. Veit einhver það? Það væri snilld:D. En ég má ekki installa leiknum strax svo að ég get ekki athugað það en spennan er gífurleg.

Svo vil ég líka koma með nokkrar business-hugmyndir fyrir ykkur (er samt ekki viss hvort það virkar að gera þær allar):
Netcafé
Líkamsræktarstöð (rukka fyrir notkun á hverju tæki)
Bíó (aðgangseyrir)
Næturklúbbur (með Nightlife)
Bókasafn (rukka fyrir notkun á bókahillum)
Bílasala
Klósettsala
Heimilistækjabúð
Rúmfatalagerinn:P (selja rúm, fataskápa og svoleiðis)
Rukkað simsa fyrir að labba inná lóðina ykkar
Spa
Bakarí eða veitingastaður
Rukka simsa fyrir að nota klósettin í húsunum ykkar(ekkert meira pirrandi en simsar(eða jólasveinar) sem blokka klósettin fyrir manni)
Blómabúð
Raftækjabúð
Leikfangabúð
Fatabúð
Sundhöll
Bílskúrssala (þar sem þið seljið allt gamla ruslið ykkar sem simsarnir eru hættir að nota, ekki sala á bílskúrum)
og svo megið þið endilega skrifa komment um ykkar business-hugmyndir..

Og ein spurning. Getur maður haft svona communitylot fyrirtæki í t.d. Pleasantview eða verður það að vera í Bluewater Village eða öðrum business-bæ?”

er virkilega hægt að hafa þessi fyrirtæki??