Joseph og Ranka urðu fljótt góðir vinir, og voru þau hjónin mjög ánægð með börnin.
En brátt varð Marta ólétt. Þremur dögum seinna eignaðist hún tvíbura, sem þau skírðu Annie og Thomas. Annie og Thomas uxu hratt og á sama tíma og Peter varð að ungum dreng, urðu tvíburarnir að börnum. Joseph gekk vel í vinnunni sem læknir og fékk margar stöðuhækkanir. Ranka stækkaði fljótt og varð að unglingi. Henni gekk mjög vel í skóla, og brátt fékk hún sér vinnu. Þegar hún var ekki í skólanum eða í vinnunni, var hún heima að hjálpa til með tvíburana. En eftir að hafa ruglað saman hráefnum út í kaffi, var hún rekin. Þá ákvað Ranka að feta í fótspor föður síns, og verða læknir.
Ekki leið á löngu þar til tvíburarnir áttu afmæli og urðu þeir að myndarlegum krökkum.
En þá kom upp vandamál. Húsið var að verða of lítið, þar sem aðeins þrjú rúm voru í húsinu, og Marta var ólétt á ný. Þau voru mjög fátæk svo Marta fékk sér vinnu, þrátt fyrir að eiga fjögur börn og eiga von á öðru, ef ekki tveimur til viðbótar.
-Framhald síðar-
Nothing will come from nothing, you know what they say!