Ég þýddi greinina sem unigor sendi hingað inn einu sinni…enjoy!


Núna geta simsarnir þínir stofnað sitt eigið fyrirtæki. Þeir geta hannað þeirra eigin fatalínu, snyrtistofu, blómabúð, raftækjabúð, veitingahúsakeðju eða nánast hvað sem er. Þú getur ráðið þér þitt eigið starfsfólk á meðan fyrirtækið vex og ráðið hæfileikaríkt fólk til að búa til leikföng, vinna við afgreiðslukassann, búa til blómvendi, leiðbeint viðskiptavinunum eða framleiða vélmenni. En varaðu þig á slökum starfsmönnum og vertu reiðubúinn að reka þá á staðnum. Frá klárum föndrara til meistara, þróaðu hæfileika simsanna til að það passi best við þarfir fyrirtækisins. Stofna simsarnir þínir stórmarkað eða verða þeir sérvitrir nýsköpunarmenn sem hanna næsta vinsæla hlutinn?



*Búðu til þinn eigin stórmarkað:
Opnaðu búðir sem selja nánast allt frá fatnaði, raftækjum og leikföngum til blóma, bakarísvarnings, vélmanna og fleira. Innréttaðu búðina þína eins og þú vilt og hannaðu þema, skipulag og verð. Ráddu starfsmenn með söluhæfileika og einnig sjálfstæða yfirmenn til að stjórna hlutunum ef simsinn er í burtu. Fylgstu svo með á meðan fyrirtækið stækkar frá lítilli sjoppu til heils stórmarkaðs.



*Vertu stjórinn:
Þjálfaðu starfsmennina, hækkaðu þá bestu í tign og rektu hina.. Komdu til móts við mismunandi viðskiptavini. Klæddu simsana þína í lukkudýrsbúninga sem líkjast riddurum, ninjum, górillum og fleiru. Hækkaðu bestu starfsmennina þína í tign en vertu reiðubúinn að reka slöku starfsmennina án þess að hika.


*Lærðu sölumennsku:
Viðskiptavinina á að koma fram við eins og kónga. Æfðu sölumennskuna af krafti og ákveddu hvort að starfsmenn þínir eigi að selja á háu verði eða lækka verðið.
Þú getur unnið Best-of-the-best verðlaunin til þess að bæta viðskiptaferil simsanna. Græðir búðin þín meira með því að selja lággæðavörur á lágu verði eða hágæðavörur á háu verði?


*Breyttu hæfileikum í pening:
Hagræddu blómum, búðu til leikföng og búðu til vélmenni til að handsama þjófa eða til að hreinsa til í búðinni. Þróaðu meistarasimsa (simsa með maximum skill) til að baka dýrustu vörurnar. Develop master-skilled Sims to make the most prized and expensive goods. Settle for an entry-level crafter and churn out pet bricks or faulty toy robots. Just bring home the bacon any way you can!


*Meira en 125 nýjir hlutir
Keyptu nauðsynjavörur fyrir nýju búðina þína, sýningarkassa (til að setja skargripi og annað inní), snyrtistofustól, leikfangavinnubekk, blómavinnubekk, búðarkassa og fleira. Fullkomnaðu búðina þína með sólþaki og lyftum eða búningum í stíl fyrir alla starfsmennina. Með öllum þessum nýju hlutum, verður aldrei leiðinlegt að hanna þína eigin búð!