Ég var að hugsa hvernig ykkur hér á huga hefur gengið með Goth fjölskylduna hjá ykkur?
T.d. hvar Cassandra býr núna og hvað þið gerðuð í sambandi við hvarf Bellu?
Endilega deilið því með mér :)
Núna ætla ég að segja ykkur frá reynslu minni af Goth fjölskyldunni…
PS: Hvað heitir litli bróðir hennar Cassöndru aftur?
Man það nefnilega ekki en í sögunni skulum við bara kalla hann George.
Cassandra Goth var yfir sig ástfangin af Don, nágrannanum og voru þau trúlofuð.
Það sem Cassandra vissi hinsvegar ekki er að Don var algjör kvennabósi og átti margar hjákonur.
Don og Cassandra giftust samt sem áður eftir að Cassandra flutti inn til hans.
Cassöndru gekk mjög vel í sinni vinnu sem vísindamaður og einnig Don sem vann sem læknir.
En á meðan Don var einn heima og Cassandra í vinnunni þá nýtti Don sér tækifærið og hitti hverja konuna á fætur annarri en Cassandra komst aldrei að því.
Svo kom að því að Cassandra varð ólétt, hún eignaðist svo soninn Tommy.
Tommy stækkaði og stækkaði og lærði allt sem hann þurfti að læra til að verða enn stærri.
Mortimer var hins vegar orðinn gamall maður og var enn niðurbrotin vegna Bellu sem hafði horfið fyrir löngu síðan.
Bella birtist hinsvegar aftur einn daginn og hún og Mortimer kystusst og átu villta nótt saman.
Bella komst svo að því að hún var ólétt…hún var við það að fæða þegar ég hætti :)
En já, ég gerði bara “boolprop testingcheatsenabled true” til að endurheimta Bellu…svo hélt ég shift inni, ýtti á Mortimer og gerði “Tombstone of Life and Death” þá kom upp legsteinn…svo smellti ég á legsteininn, ýtti á “Get neighbour” og valdi Bellu.
Hún kom svo nokkrum sekúndum síðar :D
Núna er eina vandamálið hvenrig ég á að yngja Mortimer upp :S Er það hægt…ég vil að hann verði fullorðinn á ný…