Er ég sú eina á þeirri skoðun að þetta áhugamál sé alveg að fara í hundana? Það koma varla inn greinar hér og það eru aðallega korkarnir sem eru virkir hér finnst mér. Þarf ekki að fara aðeins að taka sig saman í andlitinu og leggja sitt að mörkum til að bæta áhugamálið. Vera duglegri að skrifa um fjölskyldurnar sínar og senda inn sniðugar greinar. Það var meir en nóg að gera fyrstu vikurnar eftir að SiMs 2 kom út en svo hætti allt. Greinilega allir á fullu að spila SiMs 2 en bara plís, ef þið hafið áhuga á SiMs hér á Huga , verið þá virk hér. T.D. á HP áhugamálinu eru alltaf að koma inn nýjar greinar og það eru næstum því alltaf eitthvað nýtt. Annað hvort þarf bara að fá nýja stjórnendur eða þá að áhugamennirnir þurfa aðeins að leggja sig meira fram við að bæta ástandið hér. Ef ég má nota sem dæmi banner-keppnina um nýjann banner á áhugamálið og sérstaklega beðið um banner úr SiMs 2 þegar hann var nýkominn út. Nú eru sirka þrír eða fjórir mánuðir held ég síðan leikurinn kom út og enginn nýr banner. Sorry en mér finnst þetta bara lélegt.
EKKI TAKA ÞESSU PERSÓNULEGA