Sko.. ég var komin með leið á Sims 2 þannig ég installaði sims 1 aftur í tölvuna:D ég setti bara tvo leiki, Deluxe Edition og Makin’ Magic. Ég bjó til eina konu sem ég ætla að segja ykkur frá.
—–
Jolene Lock
Jolene er venjuleg kona að líta á. En ef litið er aðeins nánar og eruð leiðinleg við hana þá gæti hún breytt manni í frosk!
Hún á nokkur gæludýr. Eða tvö. Tvo dreka. Þeir heita báðir Torch. Og eru fjólubláir.
Húsið hennar er mjög galdralegt. Samt á hún ekki heima í galdrahverfinu. Það er baunagras í garðinum og kirkjugarður. Stundum finnst henni fólk leiðinlegt og breytir því í körtur en svo koma drekarnir strax og éta körturnar upp til agna!
En hún á fullt af galdrapeningum og langar mjög að flytja í galdrahverfið en samt þá er allt svo gott í þessu húsi sem hún á heima í. Og svo er kominn svartur skargripur eða hvað sem það heitir og hún getur núna, alltaf þegar kviknar í, slökkt eldinn!
Hún er í vinnu sem þjófur, (það er greinilega hægt í sims 1:S), og er komin í 10undu stöðuhækkununa. En það er svo skrýtið að þegar hún var búin að vera í 10undu stöðuhækkunninni fór hún í aðra vinnu. Og byrjaði uppá nýtt. Svo nú er hún komin uppí 10undu stöðuhækkunina í þeirri vinnu og hver veit hvað gerist næst. En Jolene er voða venjuleg samt. Og svo er hún nú líka með venjulega vini. Og býr í venjulegu húsi en er bara búin að breyta aðeins útlitinu. Og í venjulegri vinnu, næstum.
Já. Hún Jolene er alveg venjuleg. Bara pínu öðruvísi=)
—–
Ég hef leikið Jolene í 150 og eitthvað daga núna en ég leik hana nú örugglega meira=) Uppáhalds konan mín í SiMs 1;)