Ef ég væri þið myndi ég kaupa leikinn á http://play.com þar sem hann er ódýr þar og enginn sendingarkostnaður. Kærastinn minn hefur verið að kaupa DVD myndir þar og hann fékk allt innan 4 daga beint heim að dyrum! Ráðlegg ykkur að kaupa í evrum frekar en GBP (getið valið það vinstra megin á síðunni) þar sem evran er núna 79 krónur en GBP 115 krónur, svo líka betra að hafa það í evrum þegar tollurinn fer að rukka mann. Munið bara að gá að því hvort tollurinn hafi ekki örugglega látið ykkur borga í evrum þar sem kærastinn minn fékk tollinn í GBP en talaði við þá og þá var mismunurinn um einn þriðji (1/3) af tollinum sem hann fékk til baka. Svo að nú er ég að farað fá minn leik upp að dyrum á svona… fimmtudag eða föstudag, jei!
Annars er Play.com æðisleg síða til að kaupa leiki, bækur, tónlist, kvikmyndir og annað!