Er að spyrja fyrir vinkonu mína. Hún á SiMs Unleashed en fékk lánaðan hjá mér The SiMs til að geta spilað sinn. Við prufuðum að innstalla honum en þá var sagt eitthvað sem ég man ekki nema það komu tveir vlamöguleikar:
Close
Ignore
Við prufuðum að gera bæði en ekkert gerðist.
Hún er með Windows XP en leikurinn á víst að vera fyrir 95 og 98.
Þegar ég innstallaði mínum var ég með windows 2000 og við fórum á einhverja síðu sem ég man ekki lengur hver var, en þar gat ég innstalla einhverju Directs eða eitthvað og þá gekk allt upp.
En ég er að spyrja ykkur hvort þið vitið hvernig ég get reddað þessu eða við getum reddað þessu? Kannski er tölvan ekki nógu góð en við höldum samt að hún sé nógu góð. En ef þið hafið einhverjar tilgátur endilega sendið svar.