Það er reyndar doldið flókið að útskýra það en ég skal reyna….Sko..þú þarft helst að hafa Photoshop….
1.Þú opnar Body shop og ferð í create parts
2.Þú velur um föt,makeup og svo framveigis
3.Segjum að þú hafir valið bol…þú ýtir á hann og það er svona takki neðst sem stendur:Export eitthvað þegar þú ferð með músina yfir.Ýttu á hann.
4.Bolurinn vistast í My Documents/EA games/the sims2/protjects/nafnið á bolnum sem þú býrð til
5.Opnaðu Photoshop og opnaðu þar bolinn, það koma líklega margar myndir,þú velur bara eina í lit og eina svarthvíta sem eruu hlið við hlið.Engar áhyggjur af öllum hinum myndunum þetta eru bara aldurshópar..þú lærir betur á þetta með tímanum.
6.Hafðu báðar myndirnar opnar í Photoshop.Þessi í lit er til að breyta litnum og solleis en þessi svarthvíta til að breyta lögun bolsins.Til að breyta lögun strokar þú bara út það sem þú vilt ekki hafa og bætir við ef þú vilt það.
7.Þegar þú ert búin að breyta báðum myndum að vild skaltu seiva þær. EN EKKI FARA Í SAVE AS!!farðu bara í SAVE!!
8.Farðu svo aftur í Bodyshopið og ýttu á takkann neðst en það á að koma IMPORT TO GAME þegar þú ferð með músina yfir.Ýttu.
9.ATH!!! ÞAÐ MÁ ALDREI LOKA BODYSHOP FYRR EN BÚIÐ ER AÐ ÝTA Á IMPORT TO GAME TAKKANN OG TALVAN ER BÚINN AÐ IMPORTA Í LEIKINN!!!
10.Ef að þú hefur fylgt nákvæmlega þessu hér að ofan ætti nú bolurinn að vera kominn í leikinn…þú býrð bara til sims og skoðar og athugar hvort það er komið.
11.TIL HAMINGJU!!þú varst að enda við að gera fyrsta bolinn þinn í Bodyshop!
P.S. Þetta virkar alveg eins með makeup og önnur föt,einnig augu og hár.
Gangi þér vel :)