Maggie og Harold Hale voru ungt par með háar vonir um lífið. Þau fluttu úr leiðinlega bænum sem þau bjuggu í og komu sér vel fyrir í góða bænum Veronaville. Maggie flaug inn á sjúkrahúsið sem sjúkraþjálfari og henni vegnaði óskaplega vel í því starfi :) Harold fór á eftir henni en honum gekk ekki eins vel, hann ákvað því að vera heimavinnandi og sjá um húsið. Lífið var gott og fyrr en varði giftust hjúin og eignuðust eitt stykki barn sem þau ákváðu að kalla Nadine í höfuðið á ömmu Maggie. Harold fannst tilvalið að hann var heimavinnandi svo hann hugsaði um barnið. Þegar Nadine var orðin ca 9 ára komu upp brestir í hjónabandinu, Harold fór að halda framhjá með Díönu, góðri vinkonu sinni. Þau hittust í hvert skipti sem Maggie var úti að vinna. Seint um síðir komst Nadine að því og hún hataði pabba sinn fyrir það, henni sem hafði líka gengið svo vel í skóla fór að hraka ört þangað til hún var komin með einkunnina D- sem varð til þess að henni var sparkað úr fína einkaskólanum fyrir stelpur. Maggie komst aldrei að framhjáhaldinu en Harold hafði áhyggjur af Nadine svo hann sagði díönu upp sem brotnaði saman og flutti yfir í nálægan bæ, strangetown, hún lifir víst góðu lífi með geimverunni Zoridan xY#908c. Nadine óks úr grasi og varð að fallegri ungri stúlku, henni gekk þó ekki betur í skólanum og henni líkaði alls ekki betur við pabba sinn. Maggie og harold eltust líka, þau komust að því að þau voru ekki eilíf, eins og þau höfðu alltaf haldið, áður en langt var liðið voru þau orðin ellilífeyrisþegar með grátt hár og bumbu. Þar sem maggie hafði nú farið á eftirlaun var lífið frekar innantómt í litla skínandi hreina húsinu þeirra, sérstaklega þegar Nadine var í skólanum eða hjá kærastanum sínum. Harold datt þá snilldarhugmynd í hug! Hann bar hana upp á Maggie sem þaut samstundis í símann og hringdi í Löru, góðvinkonu sína sem vann hjá munaðarleysingjahælinu og þau ákváðu að verða foreldrar í annað sinn. Í þetta sinn kom önnur stelpa, Barbara, falleg og brosmild lítil hnáta. Þau ólu hana upp eins og sitt eigið litla barn og Barbara skorti aldrei neitt. Nadine líkaði ekki vel við Barböru því nú fékk hún enga athygli, og það var hún ekki sátt við! Harold og Maggie gleymdu næstum Nadine í gleði sinni, en þegar Nadine sagði þeim að hún ætlaði að flytja út á 18 ára afmælisdaginn sinn skall allt í einu framan í þau að Nadine var dóttir þeirra líka, og hún myndi ekki búa hjá þeim að eilífu, þau skömmuðust sín og lofuðu að eyða meira þeim tíma sem þau áttu eftir með Nadine.
Öll fjölskyldan skemmti sér konunglega í Disneylandi núna síðastliðna helgi, og allir voru glaðir á ný :)


mikið bull ég veit :) en skemmtilegt engu að síður :P