Ég er ný búinn að kaupa mér Sims2 og ég er rosalega ánægður með hann. Ég bjó til konu sem hét Amanda Olivera, hún var vitlaus í allt sem kallaðist vinna og lærdómur enda var hún með nörda markmið. Hún fékk sér vinnu á sjúkrahúsinu
og gekk mjög vel fyrsta daginn, og fékk stöðuhækkun. Stöðuhækkanirnar urðu sífelt fleiri og loks var hún kominn í ágætis “jobb” með 675 simleons á dag. Amanda varð brátt einmanna og hún ætlaði að breyta því! Hún talaði við hvern einasta mann sem gekk framhjá húsinu, svo þegar vinahópurinn var orðin nokkuð stór þá var haldið partý 4 sinnum í viku og loks hún var hætt með nördastælana og var orðinn klikkað partýljón.
Í vikulega sunnudagspartýinu hitti hún mann sem bar nafnið Tony Adams og varð yfir sig hrifin af honum. Brátt urðu ferðir Tony´s til Amöndu fleiri og fleiri og þau fóru á fast. Svo einn indælan dag bauð Amanda Tony í bæinn. Þar sá Amanda kjól sem hún féll aljgörlega fyrir og hún mátaði hann (að sjálfsögðu) og Tony fór inn í mátunarklefann að skoða kjólinn en þá allt í einu kviknaði ástarblossinn og þau fóru alla leið. Nú var Amanda ólétt og hún var byrjuð að fá ogguponsu kúlu á magann. Amanda hætti í vinnunni og snéri sér að uppeldi, enda var ekki þörf fyrir meiri peninga eftir nördaskeiðið hennar Amöndu. Síðan seinna meir kom barnið og allt gekk vonum framar barnið sem var stelpa og hét Edma, hún lærði fljótt að ganga, tala og gera þarfir sínar á réttan stað (ofan í koppinn). Edma stækkaði og stækkaði, og Tony og Amanda voru aðallega í því að halda teiti, slappa af og njóta lífsins. En svo kom það á daginn að fjölskyldan var búinn með allan peninginn og Amanda tók það ekki í mál að fara að vinna, Tony var ekki hrifinn og Edma gat lítið gert. Fjölskyldan þurfti þá að selja allt ónothæfa milla draslið t.d. heita pottinn, plasma skjáinn og kóngarúmið og byrjuðu loksins að lifa eins og venjulegt fólk. Amanda og Tony fóru að eldast og Edma líka, Edma var nú orðinn fullorðin kona. Edma fékk sér vinnu í Lögguni og kveið mikið fyrir fyrsta deginum. Þegar hún kom heim eftir langan og strangan vinnudag þá var Amanda látinn og Tony var að jarða hana í bakgarðinum hjá öllum gömlu dýrunum hennar Edmu. Edma tók sig á og hélt þessu heimili á floti um nokkurt skeið en þá dó Tony og Edma var loksins orðin sjálfsstæð og hún fékk sér mann og því miður er hún ekki komin lengra.