Hefur einhver lent í því að geta ekki lengur stjórnað barni vegna þess að það var vanrækt?
Ég er sko með hjón sem búa í strangetown. Maðurinn var með rómantík að markmiði en konan með fjölskyldu þannig að hún vildi alltaf eignast fleiri börn. Þegar þau voru komin með 3 stykki hættu þau að geta veitt þeim öllum nóga athygli, þurftu náttúrulega að vinna og svoleiðis. Elsti strákurinn sem var orðinn unglingur var fallinn í skólanum en í Sims2 eru þeir ekki sendir í herskóla, alla vega ekki unglingar þannig að hann býr ennþá heima, dansar við útvarpið alla daga og þykist aldrei vera í stuði til að læra heima. Miðbarnið sem var stelpa var líka að falla í skólanum og þau voru búin að fá 3 viðvaranir um að hún væri vanrækt þar sem enginn nennti að tala við hana og hún fór alltaf niður í social. Á endanum týndist hún en þau kölluðu í hana og hún var að þvælast fyrir utan húsið. Félagsráðgjafinn kom svo og tók ungabarnið þó það hafi ekki verið vanrækt en ekki stelpuna. Stelpan er búin að vera að þvælast þarna í nokkra daga, ég get ekki stjórnað henni en fjölskyldan getur talað við hana og hún kemur inn og lagar til og sefur. Hún var líka alveg á leiðinni að eiga afmæli en það gerðist ekki. Ætli þetta sé einhver böggur?