Ég keypti mér The sims í playstation 2 til að athuga hvort það væri ekki fínn leikur (eins og hinir!)
Í Life mode byrjar leikurinn þannig að t.d. að þú ert Polly Sims og þig er að dreyma, það kemur draumaprinsinn þinn og þið kyssist og e-ð og farið svo í pottinn. Þá vekur mamma þín þig og þú þarft að laga sjónvarpið hennar svo hún geti horft á sápuóperurnar sínar. Þú verður fyrst að lesa þér til um þetta og ferð í bókaskápinn og klikkar á Learn Mechinal. Svo lagarðu sjónvarpið og þarft að læra að elda. Þá þarftu alltaf að elda fyrir hana, þó hún sé með 4 í að elda. Svo þarftu að þrífa allt upp eftir þig og hana.
Næsta skref er að fá sér vinnu. Þá flyturðu út og í hús sem að Mimi legir þér. Hún gefur þér leiguna ókeypis ef að þú þrífur húsið, lagar það sem er bilað og kaupa nýja hluti og gera húsið flottara. Með öllu þessu unlockarðu eikkað dót í Buy mode. Ég er reyndar ekki komin lengra en Mimi kemur alltaf og móðgar mann fyirir að vera ekki búinn að þrífa eða laga eða vera með ódýra hluti. Þú mátt ekki hætta í vinnunni því þá ertu Game over.
Svo er hægt að fara í Play the Sims sem er bara venjulegur Sims leikur, þ.e. eins og fyrsti leikurinn. Nema, þú getur ekki búið til sjálf/ur sundlaug (þú kaupir hana í Build mode), ekki búið til 2 hæðir, ekki ráðið því hvernig þakið er og svo eru færri hlutir í Buy mode heldur en erí Buy mode í Get a life.
Takkar: x til að velja, þríhyrningur til að aflýsa eða fara til baka, kassinn til að fylgja persónunni, R1 tilað flýta tíma, L1 til að hægja á tíma. Annars stendur þetta í bæklingnum.
Svindl: SIMS, PARTY M, FREE ALL, MIDAS. Til að gera svindlin þá klikkarðu á R1,R2,L1,L2 í einu. FREE ALL er peningasvindlið, þ.e. þá eyðist ekkert út af peningnum þínum nema ef þú ert með Garðyrkjumann eða Þjónustustúlku. MIDAS og FREE ALL er til að fara í Two player, þá ferðu í Get a life og í Bonus. Party M og SIMS er til að geta haldið Partý.
Ég er ekki búin að klára hann, en ég stefni að því!
Kv. Cassandra