Það er sko málið að ég og frænka mín (sú sem að hjálpaði mér að gera fjölskylduna Millioner, sjá í greininni vá leiðarljós í sims eða hva) við erum geggjaðir aðdáendur the Sims. Ég á bara superstar en vinkona mín á hot date, house party, unleased og sims eitt þannig að ég fæ bara að installa þeim áður en ég installa sims superstar. En frænka mín á sims 1 og sims livin large. Henni finnst rosa gaman að búa til hús (sérstaklega garða) en þegar allt kemur til alls þá kann hún ekkert um hvernig á að stjórna fjölskyldum. Ég ætla núna að segja frá einni smá björgun þegar ég bjargaði fjölskyldunni hennar en hún var á hraðri leið til glötunnar.
Þegar ég kom til hennar var hún að spila, með Goth fjölskylduna (þá sem að fylgir með leiknum) í þeirri fjölskyldu eru Mortimer, Bella og Cassandra.
Þegar ég kom var allt á hraðri leið til glötunnar.
Kallinn hafði misst vinnuna og þau áttu ekki bót fyrir brók (sona umþb 140 kr), kellingunni leið ömurlega og var sofandi fyrir utan húsið og krakkinn var kominn með F í einkun og var að fara rétt bráðum að fara í herskóla.
Breytingarnar tóku fremur langann tíma en voru allar af hinu góða.
Ég lét krakkann læra og læra því að hann var algjörlega kominn út á ystu nöf hvað nám varðaði. Ég lét kallinn fá vinnu í hernum sem að er hæst launaðasta vinnan og um leið og þau voru búin að safna í svona 1000 kr lét ég þau kaupa body tæki handa kallinum svo hann gæti haldið áfram að fá stöðuhækkanir. Svo keypti ég betra rúm handa Cassöndru greyinu því hún svaf á einhverjum beddagarmi. Næsta verk var að safna fyrir ískáp og eldavél nefninlega frænka mín hafði gleymt að kaupa reykskynjara áður en ég kom og hafði kverikt í ískápnum og eldavélinni. Konan fór að komast í betra skap og spilaði á píanó eins og brjáluð en eldaði þrátt fyrir það morgunmat, kvöldmat og hádegismat handa krakkanum og kallinum. Þau höfðu verið svo lítið ástfangin áður en ég kom að þau gátu ekki sofið í sama rúmi en svo eftir umþb 6 sims daga voru þau orðin svo ástfangin að þau voru að pæla í að eignast krakka.
Krakkinn var kominn með A+ í einkun, konan með 7 í crevityvití(ég man ekki rass hvernig það er skrifað) og kallinn var búinn að fá stöðuhækkun 5 sinnum.
Semsagt fjölskyldunni gekk ágætlega þegar ég fór en núna segir frænka mín að hún sé búin að klúðra öllu aftur.
Ojæja.