Jæja mér tókst það í gær. Það er að láta gæludýr eignast börn en mér fannst eitt nú asnalegt.
Hvolpurinn varð alveg eins og mamman og núna sé ég varla hvort er hvað. Mér finnst þetta vera galli í leiknum. Að vísu get ég sett öðruvísi ól á hvolpinn en hún er svo lítil að það er varla hægt að sjá ólirnar.
En mér fannst svo sætt þegar hundamamman var að passa hvolpinn meðan hann var enn í vöggunni :) ekkert smá dúlló og auðvitað kom pabbinn hvergi nálægt!
Næsta verkefni mitt verður að koma tveim kisum saman - vona bara í þetta skipti að kettlingurinn verði ekki eins og mamman eða pabbinn