Einu sinni þegar ég ar svona 7 ára þá átti einn vinur minn The Sims, ég fékk aldrei að prófa hann hjá honum en ég sá hann í leiknum og fannst þetta vera sniðugt. Svo svona ári seinna þá var ég eithhvað að lesa BT blaðið þá sá ég einhverja auglýsingu um The Sims House Party og ég áhvað að kaupa hann.
Leikurinn er mjög góður og ég var mjög oft í honum en ég get það lengur því að ég fékk að nokkra aðra sims leiki lánaða og það voru Sims Unleased, Livin It Up, On Holiday, Hot Date og Sims Superstar og ég þarf að vera með Sims Superstar til að spila lekinn og ég get ekki spilað hann nema þegar vinur minn er heima hjá mér.
Í Sims finnst mér vera mjög gaman að búa til fjölskylduna mína og þá geri ég kannski mig og mömmu og pabba og bæti kannski einum hundi við. Stundum geri ég mig þegar ég er fullorðinn og það er mjög gaman að leika sér að þessu. Síðan bý ég líka til bara einhverjar fjölskyldur en er samt oftast að leika með mína eigin.
Ég vona að það komi bráðum nýr Sims leikur og þá gæti verið að ég myndi kaupa mér hann nema að einhver vinur minn geri það þá get ég bara fengið hann lánaðann frá honum og brennt hann. Það ætla ég báðum að gera við Sims Superstar hjá vini mínum svo ég geti byrjað að spila Sims aftur.
Kveðja Birki