Hvernig deitar maður í sims?
Hæ, ég er í stökustu vandræðum. Ég er með tvær konur sem ég er alltaf að láta spjalla við einhverja gaura og eitthvað en það gerist aldrei neitt, þeir hrista bara hausinn, baða út höndunum í vörn og svo birstist rauð mynd af kalli og konu sem snúa í sína hvora áttina. Ég geri ráð fyrir að það þýði að þeir hafi ekki áhuga. Á ekki að koma upp möguleiki fyrir að bjóða á deit eða eitthvað? Hvernig virkar þetta núna? Ég var sko í útlöndum og keypti mér þrjá sims leiki, hot date, superstar og holiday og núna skil ég þetta ekki lengur. Tvær relationship línur og eitthvað og allir voðalega defensive og flókið. Hjálp! :(