Livin' it up var fyrsta viðbótin og kom aðallega með held ég nýja hluti í leikinn. House Party var næsta viðbót og bætti við að þú gætir haldið partý. Það er hægt að kaupa DJ græjur, dansgólf og eitthvað fleira partýdót, veisluborð sem er hægt að panta kokk fyrir partýið og eitthvað. Svo fullt af nýjum hlutum og nýju fólki. Þar bætist líka við mæminn ef partýið er leiðinlegt en Drew Carey kemur ef það er gott. Man ekki hvort trúðurinn kom þar eða hvort hann var kominn í Livin' it up. Á eftir House Party kom Hot Date, svo Vacation (til að fara í frí), svo Unleashed (gæludýr) og svo Superstar þar sem þú getur látið simsana verða fræga.
Online er eiginlega annað kerfi því þar ertu á netinu að spila þinn simsa við simsa annars fólks úti í heimi.