Nú hef ég spilað sims í þónokkurn tíma. Það sem mér finnst skemmtilegast að gera er að gera flott hús. Raða húsgögnum eins og þetta sé alvöruhús og svoleiðis.
Ég á alla leikina og mér finnst sims superstar eiginlega lang bestur, en það er kannski af því að ég er búin að spila hina svo lengi og búin að fá smá leið á þeim.
En það sem ég vildi kannski fá að vita er að hvernig fær meður stjörnu í súperstar ég meina fjórðu stjörnuna. ég er bara komin með 3 stjörnur og komið með allt í skills búið að fylla allt sem tók þónokkurn tíma.
Já og svo hef ég lengi reynt að fá fólk til að flytja inn til hvort annars en það virkar aldrei hjá mér. alveg sama þótt að þau séu komin í 100. ef eihver gæti gefið mér góð ráð væru þau vel þegin. Takk fyrir.
Urrandi