Með þessu prógrammi getur maður farið í gegnum alla hlutina sem maður er með í leiknum hjá sér, breytt verði, breytt nafninu á hlutnum, ákveðið hvar í buy mode hluturinn á að vera. Hvort maður vill hafa hann í downtown og vacation ásamt venjulega buy modinu.
Það koma upp myndir af öllum hlutunum sem maður er með, kemur upp á nokkrum síðum bara eftir því hversu marga hluti maður er með (þetta er t.d. á 42 síðum hjá mér). Þess má geta að það eru 49 hlutir á hverri síðu svo þetta er mjög gott yfirlit.
Maður getur nýtt sér þetta ef maður vill losa sig við eitthvað af dótinu sem maður hefur downloadað, því það er svo einfalt finna alla hlutina. Maður getur þó ekki eytt þeim með prógramminu sjálfu heldur fer bara í möppurnar sem maður er með fyrir leikinn.
Bara gott að geta séð hvað maður er að taka burtu með þessu forriti.
Ég hef downloadað svona svipuðum forritum áður en þetta er það lang besta sem ég hef fundið. Svo einfalt í notkun og það að geta valið hvar í buy modi hlutirnir eiga að vera og geta breytt verði er eitthvað sem ég hef leitað að. Gott að hafa þetta í sama forriti.
Ég mæli eindregið með að þið downloadið þessu forriti, sérstaklega ef þið downloadið mikið niður af netinu eins og ég. Það er nefnilega oft sem maður downloadar einhverju og svo þegar það er komið í leikinn er það ekkert flott.
Hér kemur svo linkurinn fyrir síðunna sem forritið er á, ég bara vona að sem flestir nýti sér þetta því þetta er búið að breyta miklu fyrir mig.
<a href="http://www.simwardrobe.com/"> Simcategorizer</a>
Þið finnið þetta svo undir programms (ef tengillinn virkar ekki sem skildi).
Þau eru líka með fleiri sniðug prógrómm á síðunni sem þið getið skoðað.
Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-