Sims 2 Um daginn sá ég á netinu að The Sims: Online er að fara í beta prófun. Fyrir þá sem ekki vita hvað The Sims: Online þá er það svona sims 2 en hann spilast bara á netinu og þarf að borga mánaðargjald til að spila hann. Eins og alltaf þá er fullt af nýjum hlutum. En það sem er nýtt er að þú spilar við aðra á internetinu. Þú getur spjallað við aðra eins og í venjulegu spjallforriti. Þú getur gert allt eins og í upprunalega leiknum og aukaborðunum og ég held að allt dótið í aukaborðunum sem komið hefur út verði líka í þessum leik. Þú getur farið niður í bæ og eignast vini og margt margt fleira

Þú velur þér land og ferð að byggja. Í þessum leik er auðveldara að fá pening (man ekki alveg hvernig). Allar upplýsingar og myndir úr nýja leiknum er á heimasíðu leiksins

Heimasíða leiksins http://thesimsonline.ea.com/