Búhúhúhú
Þjófarnir í Sims eru að leggja mig í einelti. Í hvert skipti þegar ég er að byggja hús þá gleymi ég ALLTAF að kaupa þjófavörn. Og þegar ég er svona kominn inn í leikinn, búinn að kaupa ýmsar græjur og svoleiðis, nei nei, þá kemur þjófur og rænir stærsta sjónvarpinu, tölvunni og málverki sem er u.þ.b. $6000 virði og alltaf þegar þjófurinn kemur þá þarf Simsinn minn endilega að vera í vinnunni.
Það skeði 2svar fyrir mig í dag að ég var í vinnunni (í Sims) og þá kom þjófur og stal fullt af hlutum (man ekki hvað það var, sjónvarpið og talvan minnir mig) og labbaði svo bara burt og þegar ég kom heim úr vinnunni þá þurfti ég að eyða öllum peningunum mínum í að kaupa nýtt sjónvarp og tölvu, en getiði hverju ég gleymdi að kaupa. ÉG GLEYMDI AÐ KAUPA HELVÍTIS þjófavörn og daginn eftir þegar ég var í vinnunni þá kom hann aftur og stal tölvunni og nokkrum málverkum. Ég fór næstum að gráta, lamdi hausnum nokkrum sinnum í vegginn og hélt svo áfram í Sims og þurfti að selja veggfóðrið á húsinu mínu til að geta keypt mat fyrir kallinn minn. Þetta er sko dæmigerð fátæk fjölskylda hjá mér.
En hvað um það, ég vildi bara deila þessum óhöppum með ykkur og það sem þið getið lært af þessarri grein er að EKKI GLEYMA AÐ KAUPA ÞJÓFAVÖRN.
kveðjur : Skari2