Ég reyni nú yfirleitt að byggja mín hús sjálf en auðvitað kemur fyrir að ég downloadi einu og einu húsi af netinu. Því þegar ég byggi enda ég alltaf á því að byggja mér samskonar hús, sem er nú ekki skemmtilegt til lengdar.
Æji ég veit ekki mér hefur allaveganna aldrei tekist að byggja mér hús sem ég er fullkomlega ánægð með, fyrir utan barinn minn niðri í bæ sem ég segi ykkur aðeins frá á eftir. Ég verð oft bara ferlega pirruð þegar ég er að reyna að byggja mér nýtt og flott hús sem svo endar á því að líkjast flestum öðrum húsum sem þegar eru í hverfinu. Svo ég held ég fari að nýta mér þann möguleika að downloada flottum húsum meira heldur en ég gerði áður fyrr.
En allaveganna barinn sem ég nefndi áðan það er í raun og veru eina byggingin sem ég hef gert sem ég er virkilega ánægð með alveg frá því ég byrjaði að spila leikinn fyrir um það bil 2 árum síðan.
Ég gerði þannig að ég er með flottan veitingarstað niðri, svona virkilega fínann, og svo er villtur næturklúbbur uppi.
Mér finnst ferlega gaman að bara fara niður í húsið mitt niðri í bæ bara svona til að sjá hvort ekki allt gangi vel, athuga hvort fólk sé nokkuð að festast á ákveðnum stöðum o.s.frv.
Kannski að ég ætti bara að leggja fyrir mig að byggja hús niðri í bæ :) Virðist allaveganna ganga betur þar.
Hvernig er þessu annars háttað hjá ykkur ?
Simskveðja Alfons
p.s. hér fylgir svo með mynd af plötusnúðinum !
-Song of carrot game-