Hæ ég skal reyna að gera mitt besta til að útskýra fyrir þér hvernig maður getur gert þetta. Svona geri ég þetta:
Ég bjó mér til möppu sem ég kalla “temp” (skiptir ekki máli hvað hún kallast) kannski “bráðarbirgða” á íslensku. Allaveganna nafnið skiptir ekki höfuðmáli. Svo þegar ég er að downloada þá set ég allt í þessa möppu.
Svo til þess að setja þetta inn í leikinn sjálfann þá klikka ég 2 á viðkomandi hlut í möppunni og þá kemur upp lítill gluggi. Og þá velur maður hlutinn endar á iff - þegar það er “skin” endar þá á bmp - og þegar það er fólf endar það á flr (minnir mig) - og þegar það er veggur endar á wll.
Þú þarft ekki að velja “read me files” og “text files” svo ýtiru á extract (eftir að þú ert búin að velja hlutina) og þá kemur upp hvar á að setja þá - ég skal útskýra það líka.
Skins fara í: The Sims\GameData\Skins
Hlutir í: E:\The Sims\GameData\UserObjects
Gólf fara í: E:\The Sims\GameData\Floors
Veggir í: E:\The Sims\GameData\Walls
Og svo ef þú vilt downloada húsi verðuru að velja í hvaða hverfi þú vilt að það komi í, 1,2,3 o.s.frv.
Þá veluru user date 1 2 3 o.s.frv. eftir því í hvaða hverfi þú vilt fá þetta í.
Ég vona að þetta hjálpi eitthvað !
Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-