Ég er búin að prufa einu sinni að halda party og þá pantaði ég veitingamanninn þarna og hann náttúrulega sá um matinn og að það væri alltaf nóg af punch í punch-skálinni.
En ég held að þetta hafi nú ekki verið neitt ferlega vel heppnað party, látbragðsleikarinn þarna kom til mín og var eitthvað að herma eftir gestunum mínum, frekar fyndið fannst mér.
En ég fór svo aðeins að pæla í einu, ef maður ætlar að hafa svona þema party t.d. með kúrekaþemanu, þá er alls konar dót sem maður getur keypt sem passar þemanu, en hvað geriði svo við þetta dót þegar partýið er búið ? Seljiði það eða leyfiði því bara að vera í húsinu hjá ykkur ?
Mér fannst nú frekar fáránlegt að hafa allt þetta dót í húsinu mínu eftir að partýinu lauk þannig að ég seldi það. En málið er að þessir hlutir eru nú frekar dýrir, svo það er samt kannski vitleysa að selja þá alltaf, því maður fær nú ekki eins mikinn pening fyrir það þegar maður selur það.
Kannski maður ætti bara að byggja lítinn svona geymsluskúr á lóðinni sinni til að hafa allt dótaríið í.
Nú eða bara byggja einhver töff bar, hafiði gert það ?
Jæja ég var bara aðeins að spá í þessu endilega segiði mér hvernig þið hafið þetta allt saman :)
Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-