Komið þið marg blessuð og sæl allir áhugamenn um The Sims á Huga.is !!!!
Ég er tiltölulega nýr á þessari síðu en hef verið að spila The Sims alveg síðan leikurinn kom út hér á klakanum og á allar viðbæturnar.
Ég hef verið að lesa sumar greinarnar hérna og fundið margt skemmtilegt en það er ýmislegt sem ég mundi vilja segja og spyrja!!
Hafið þið til dæmis tekið eftir því þegar látið fullorðna fólkið setjast í svona hæginda stól sem er hægt að leggja bakið niður, að þegar þið skiptið um sjónarhorn þá er eins og að það liggi fyrir utan stólinn!!!!! Það er líka eins þegar þið látið börn sofa í hjónarúmi og stundum þegar fullorðnir fara að sofa. Hafið þið tekið eftir þessu?
Allt þetta tal hérna hvort að maður eigi að nota svindl eða ekki fer náttla eftir hvernig maður vilji spila leikinn, hvort maður vilji eignast alla flottu og dýru hlutina strax eða safna fyrir þeim sjálfur og fá sér vinnu. Ég nota stundum en ekki oft svindlið, það fer bara eftir í hvernig skapi ég er í!!!
En eitt það sem ég verð pirraðastur yfir þegar maður er í vinnu er að maður þarf að eignast tiltölulega marga vini, það er nátturulega bara bull!!!! og svo að viðhalda vinskapnum er leiðilegra, maður er kannski sofandi síðan er hringt í mann og það er sagt “Losing a friend” eða “Lost friend”, þá þarf maður að hringja í vininn og bjóða honum heim, í bæinn eða bara spjalla!!!
Svo þegar maður er kannski kominn mjög langt í vinnunni þarf maður kannski að eiga 10-12 vini eða meira og það er kannski ekki einu sinni svo margir í hverfinu, nema maður sé með Hot date þá getur maður bara farið niður í bæ og hitt fólk eins og sum eða flest ykkar vita!!!
Talandi um Hot date þá er nýbyrjaður að spila hann og lýst bara vel á hann. Reyndar finnst mér frekar erfitt að eignast góða vini eftir að það komu tveir skalar um hvernig fólk líkar við mann.

Jæja, þetta er nú orðið soldið langt hjá mér og vonandi nenntuð þið að lesa þetta!!!
Endilega svarið þið þessari grein og segið mér hvað ykkur finnst almennt um The Sims!!!!

Kveðja, Sigma