Það er hægt að kaupa alveg fullt af hlutum í The Sims. Það sem
ég hef alltaf á húsinu mínu þegar ég er að spila Sims er alltaf stærsta sjónvarpið. Ég byrja alltaf á að kaupa það, sama hvað
ég á mikinn pening eftir. Nú, Svo á maður alltaf að kaupa þjófavörnina og reykskynjarann sem fyrst svo maður gleymi því ekki, trúðu mér, þú munt gleyma því. Svo kaupi ég alltaf næstdýrustu tölvuna, kaupi dýrustu þegar ég er búinn að fá vinnu. Svo kaupi ég ALLTAF anda enda er alveg brilliant að hafa anda í húsinu því þá get ég unnið pott af gulli, heitann pott, unnið billjardborð og ýmislegt fleira. Svo kaupi ég eitthvað ódýrt
rúm og ódýra stóla, og einhverjar ódýrar myndir svo ég fái eitthvað í “room”. Svo er alveg nauðsynlegt að kaupa allt sem ég þarf að nota til að fá einhver “skills”, kaupi spegil, málverkastriga, bókahillu og lóðin. Svo kaupi ég alltaf grill og bý til hamborgara og held partí.
Svo þegar ég er búinn að fá vinnu þá get ég loksins selt næstdýrustu tölvuna og keypt dýrustu, sel þessar ódýru myndir og kaupi dýrari myndir og jafnvel styttur ef ég á pening, kaupi dýrustu uppþvottavélina og fataskáp, flottasta klósettið og baðið og vinn mig þannig upp í Sims og þannig eigið þið líka að gera, ekki bara svindla strax.
Kveðjur: Skari2