Mér finnst ferlega gaman að fara og láta þá kaupa sér tímarit, svo að þau geti lesið sér til um eitthvað tiltekið efni. Sérstakleg gott ef maður er að reyna að vingast við annað fólk sem hefur allt önnur áhugamál en simsarnir manns.
Svo er náttúrulegar hægt að láta þá kaupa ýmislegt sem þau geta svo gefið öðrum simsum, eins og blóm, bangsa, Living it up, súkkulaði o.fl.
Svo geta þau einnig keypt hálsmen og demantshringa, ég hef reyndar ekki prufað það ennþá, en það verður gaman að sjá hvað gerist ef maður gefur einhverjum demantshring :)
Svo hef ég líka prufað að láta simsana mína versla sér föt, en þegar þei koma heim koma fötin ekki með þeim. Eins og þegar þau kaupa tímarit t.d. þá leggja þau þau frá sér þegar þau koma heim úr bæjarferðinni. En ég veit eiginlega ekki hvað verður eiginlega um fötin sem þau kaupa sér, þau fara allaveganna ekki í inventory listann, kannski að þau fari bara beint í fataskápinn ?
Mér finnst þetta ekkert smá sniðugt, að maður getur bara sent þau í “Kringluna” og leyft þeim að versla sér smá. Aðeins svna að lyfta upp deginum í tilefni af nýju launahækkuninni eða eitthvað slíkt :)
En það er samt erfitt að halda þeim glöðum og ánægðum niðri í bæ, þegar þau koma heim eru þau oftast að drepast úr hungri (þau verða ekkert voðalega södd af matnum niðri í bæ), svo þurfa þau oftast að fara í sturtu þegar þau koma heim.
Samt gengur manni nú ágætlega að halda “fun” uppi það er svo margt sem þau geta gert sér til skemmtunar niðri í bæ.
Og það borgar sig heldur ekki að senda þá þreytta niður í bæ því þá geta þeir ekki verið eins lengi.
Þessi viðbót er bara hrein snilld !
Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-