Ég t.d átti alveg í stökustu vandræðum í einu húsinu mínu þar sem tvær gellur búa saman, annari líkaði alveg rosalega vel við hina en hin þoldi hana ekki. Svo að á “sambandsmælinum” (relationship-bar) var önnur með 97 (stig) í vináttu en hin með kannski um 30.
En mér tókst að lokum eftir mikla vinnu að láta þeim koma saman.
Það eru margir möguleikar til að eiga samskipti við fólkið, láta þau tala saman, faðmast, segja brandara, leika sér saman í einhverju o.s.frv.
Og svo alltaf þegar þau borða og horfa á sjónvarpið tala þau saman þannig að þá fer “mælirinn” upp.
Og svo ef maður er með Hot date þá eru nú enn fleiri samskiptamöguleikar þar getur maður faðmaðað á mismundandi hátt til dæmis vinalega (friendly), innilega (intimit) stökkva í fangið á þeim og fleira. Þetta á við flest annað eins og kossa, tal (maður getur þá slúðrað líka).
Svo eru líka nýjir möguleikar “Ask” sem sagt spyrja, þá er hægt að spyrja “hvernig hefuru það ?” “Hver eru áhugamál þín ?” o.fl.
Auk þess er eitt annað sem er mjög sniðugt með Hot date að ef að fólk er ekki með sömu áhugamál þá getur það farið í bæinn og keypt sér tímarit sem fjallar um áhugamál þess sem þú ert kannski að reyna að vingast við og lesið sér til um það.
Þannig getur maður svolítið stjórnað hverju Simsarnir manns hafa áhuga á.
Og það er náttúrulega auðveldara að láta þá (simsana) koma saman þegar þeir hafa svipuð áhugamál.
Hot date viðbótin er nú bara algjör snilld :)
Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-