Til að byrja með vil ég útskýra ákveðna hluti fyrir ykkur.
Þetta er alvöru manneskja: http://www.engr.colostate.edu/cheme/images2/Watson-web.jpg
Og þetta er Sims gerfivera: http://www.supermanhomepage.com/images/games/skin-superman.jpg
Og ef þið eruð ósammála getið þið bara kært mig.
Ég vildi bara sýna ykkur muninn.
En nú: Greinin!
Já, gott fólk ég, meistarinn, hið almáttuga vald alls (kallið mig það sem þið viljið) hef stigið svo lágt að skrifa grein á The Sims áhugamálinu. Sorglegt er það en satt um leið.
En ég er ekkert Sims frík. Reyndar eru yfir ár síðan ég fór í Sims. Ég hef hinsvegar tekið eftir þessu „Blabla Fjöldskyldan“ og „Blúblú Fjöldskyldan“ greinum á forsíðunni. Þá fékk ég hugmyndina: Ég stúpað til þeirra levells, eins og sagt er á okkar miklu tungu.
En því miður hefur athygli mín ekki enst með einni fjöldskyldu í meira en nokkra tíma áður en ég geri nýja, enda er skemmtilegast að búa til kallanna. Svo skemmtilegt að ég geri alltaf eins marga og hægt er… sem endar oftast á dauðdögum. But cry not, for they are not real!
Anyways: Þetta eru einu fjöldskyldurnar sem ég man eftir:
THE HOLMES FAMILY
Ég man þegar mér var sagt frá því að hægt væri að downloada nýjum modelum fyrir kallana í Sims. Mikið var það gaman. Svo ég náði í bunch af nýjum köllum. Einn þeirra var meistari Sherlock Holmes og Dr. Watson fylgdi (reyndar ekki, ég náði í hann líka).
Svo þegar þessir frísku piparsveinar voru bornir holdi var ekkert eftir nema fara að lifa hinu sæla piparsveinalífi. Og það er alls ekkert skrítið við tvo einstæða karlmenn sem búa saman í úthverfi. Alls ekkert. Hvað gaf ykkur þá hugmynd?
Moving on: Þetta var nýr leikur (keyptur af systur minni, ekki mér) og fullt af nýju dóti sem ég hafði enn ekki prófað. Svo ég keypt allskonar sjitt í húsið. Auk þess sem ég litað það klikkuðum litum.
Hver er svo besta leiðin fyrir tvo fríska karla í nýjum umhverfi að kynnast nágrönnunum. PARTÍ! En þetta var ekki neitt venjulegt partí… þetta var partí þar sem þeir rændu vegfarendum og lokuðu inni í hurðalausu húsi sínu.
Allt í allt rændu þeir svona 20 manns. Allt var í góðu gengi og Sherlock kallinn kominn á stuttbuxurnar (í stíl við… tvöföldu derhúfuna?).
En hvað er þetta?: Stórt litríkt kjaftæði inn á miðju gólfinu sem ég keypti af engri ástæðu. Er þetta ekki bara skraut? Er hægt að nota það? JÁ! Það var hægt að nota þetta dóterí.
Ég beið ekki eftir neinu og lét Sherlock prófa þetta tæki til að sjá hvað það gerði. Þá kemst ég að því að þetta er eitthvernskonar flugeldaskotpallur.
Flugeldurinn springur inn í húsinu og kviknar í.
Ég var með svindl á svo ég gat ekki keypt hurð til að gestirnir slyppu. Yfir 20 manns létust í þessu hræðilega slysi (ekki teknir með fjöldskyldumeðlimir sem frömdu sjálfsmorð eftir á) og skulum við öll læra af þessu. Flugeldar eru ekki leikföng.
THE ??? FAMILY
Já, ég man ekki hvað þau hétu. Ég er ekkert verri manneskja fyrir það… ég man reyndar ekki heldur eftir neinu sem gerðist í lífi þeirra nema endanum…
Endirinn: Mamman sat í sófanum þegar það kviknaði í húsinu. Dóttirin labbaði niður stigan og varð vitni að mömmu sinni að deyja. En í staðin fyrir að gráta og deyja inn í sér og myrða að lokum skólafélaga sína ákvað hún að væla um að hún þyrfti á glósettið. Hún kláraði svo með því að pissa í sig. Sjaíð þið eitthvað skrítið við það? Ég líka, enda hló ég dátt.
THE ??? FAMILY 2:
JÁ, ÉG MAN EKKI HELDUR NAFNIÐ Á ÞESSARI FJÖLDSKYLDU!
Með þessari fjöldskyldu fullnægði ég ónáttúrulegum sadista þörfum mínum… nei, ég segi svona, hver hefur ekki leikið sér að því að drepa tölvuleikjakaraktera nokkrum sinnum. Það er bara góð fjöldskyldu skemmtun og gefur manni æfingu fyrir hinn harða heim eftir skólagöngu.
Ég var í Sims með nokkrum vinum fyrir mörgum árum. Við ákváðum að gera smá leik. Við lokuðum fjöldskylduna inni í hurðalausu herbergi, spóluðum tíman áfram (just like in real life) og giskuðum á hver myndi endast lengst.
Hver vann? Ég hef ekki hugmynd. En ég er viss um að hann/hún dó stuttu seinna.
Og þetta voru mínar sögur af geriffólkinu góða.
Jæja, farið nú í Sims og sjáið til þess að fjöldskyldurnar ykkar snúi ekki aftur.
*Veifar* =D