Ég gleymi því líka aldrei að í fyrsta sinn sem ég spilaði leikinn, maður vissi þar af leiðandi lítið um hvað maður átti að gera, ég var nú ekki lengur að brenna húsið mitt til grunna. Ég náttúrulega hafði ekki látið þau lesa sér til í eldamennskunni svo þau kunnu lítið til verks, og svo þegar eldurinn braust út var náttúrulega engin reykskynjari og eldurinn breiddist út svo hratt að ég bara réði ekki við neitt. Þannig að húsið mitt brann bara til kaldra kola.
Talandi um eld, það virðist nú yfirleitt kvikna í hjá mér í hvert sinn sem ég nota arineld, en ég er nú búin að læra það að hafa alltaf einhver úr “fjölskyldunni” nálægt og enga hluti nálægt arninum því þá nær maður fljótt að slökkva eldinn.
Svo hefur nú oftar en ekki komið fyrir hjá manni að “simsinn” fær raflost og deyr við að skipta um ljósaperu, mæli með að hringja á viðgerðarmann :)
Og svo er ekkert smá fyndið þegar þeim er rænt af geimverum, þetta gerist þegar þau eru með stjörnukíkinn (oftast að kvöldi til). En þetta breytir ekki miklu, þau koma aftur eftir nokkra “simsklukkustundir” reyndar getur samt persónuleikinn eitthvað breyst hef ég heyrt. En ég hef allaveganna aldrei orðið vör við neitt slæmt í kjölfarið.
Og svo eins og ég var að tala um áðan í svari við einni greininni hér að þeir geta veikst (“simsarnir”(óska hér með eftir góðu orði um þá)) og dáið úr veikindum sínum ef maður hugsar ekki vel um þá. Þannig að ef þeir fara að kvefast, hóst og hnerra látið þá sofa nóg og drekka heitt.
Eru ekki fleiri með einhverja skemmtilegar “klaufasögur” ? Svona þegar maður var að byrja og ekki alveg átta sig á hlutunum ?
Simskveðja Alfons
-Song of carrot game-