Allaveganna ég er búin að kaupa mér hot date eins og sá sanni simsáhugamaður sem ég er.
Og ég verð bara að segja að mér líst ekkert smá vel á þetta. Maður getur bara skroppið niður í bæ til að kíkja á stefnúmót, hanga í kringlunni, versla alls kyns góðgæti (föt, tímarit, blóm o.fl). Þetta er mjög skemmtileg tilbreyting við hin venjulega simsleik.
En ég er samt sem áður með nokkur vandamál við leikinn hjá mér, veit ekki hvort þetta er bara hjá mér eða bara svona almennt.
Alltaf þegar ég fer niður í bæ þá býr leikurinn til nújan póstkassa og ruslafötu (hvert sem ég fer í bænum). Er þetta svona hjá ykkur ? Þetta gæti verið bara hjá mér því í einu húsinu hjá mér var eitthvað að póstkassanum og ég þurfti nýjan, svo það gæti verið þess vegna sem leikurinn gerir þetta. Datt bara í hug að tékka hvort einhver annar kannst við þetta ?
Annars þá þýðir víst bara lítið annað en að tak leikinn bara út og hlaða honum inn aftur.
Ég hef heldur ekki alveg áttað mig á því hvernig maður býður öðrum með sér niður í bæ ? Hvernig getur maður látið fleiri en einn úr hverri fjölskyldu fara í bæinn, saman þá á ég við.
Svo bara eitt í viðbót, alveg endalaust spurnigarflóð, í einu húsinu mínu getur ekki einn af “simsunum” farið niður í bæ, veit einhvern hvernig getur staðið á því ?
Kannski ég þurfi bara að taka leikinn út og hlaða honum aftur inn til að laga þetta allt saman.
Hvað finnst ykkur annars um hot date ? Eruð þið sem eigið hann ánægð með hann ? Einhver sem ekki ætlar að fá sér hot date (af hverju ekki) ?
Skemmtið ykkur vel í leiknum
Þangað til næst … Alfons :)
-Song of carrot game-