Mila Rose Vivana: hún er með sítt liðað og ljóst hár og ljósblá augu. hún er krabbi og frekar feimin í family aspirition.
Þessi saga byrjar á fallegri konu sem vissi ekki hverjir foreldrarnir hennar voru. hún hafði alist upp á munaðarleysingjahæli, þegar gömul hjón tóku hana að sér. hún var rétt orðin unglingur og gömlu hjónin dóu. hún hefur hugsað um sig sjálfa síðan og fór í háskóla. gömlu hjónin hefðu viljað það. eftir að hún útskrifaðist ú háskóla með topp einkun þá flutti hún til Riverblossom Hills. hún keypti sér stóra lóð. lóðin var aðalega vatn, en það var eyja og göngustígur af eyjunni. hún byggði fallegt hús á eyjunni. það var smá pláss fyrir utan eyjuna. hún hafði sundlaug þar, wishing wll brunn, tvö tré af hverri tegund og stórt gróðurhús. hún elskaði þennann stað og byrjaði að rækta á fullu. það var vetur þegar hún flutti og þurfti því ekki að hugsa um tréin á meðan og einbeitti sér að plöntunum í gróðurhúsinu. hún varði næstum öllum deginum úti að hugsa um plönturnar sínar. en þegar vorið kom þá þurfti hún aðstoð með tréin. tréin þurftu nefnilega tíma sem að hún hafði ekki. þess vegna réð hún sér myndarlegann garðyrkjumann sem hét Stephen Hamby. hann hjálpaði Milu með garðinn sinn og með tímanum urðu þau mjög náin. eitt sumarkvöld fóru þau inn eftir erfiðann dag í garðinum. Mila leyfði Stephen að koma í herbergið sitt í sófann þar. yfirleitt hafði hún leyft honum að sofa í sófa niðri í sjónvarpshóli því það voru eingin önnur herbergi sem hann gat sofið í. hann vildi ekki sofa á sófanum og kom í rúmið hjá henni ( hún átti tvíbreitt ) Mila mótmælti því ekki. eftir smá stundar tal saman byrjuðu þau að kyssast. þau sváfu ekki mikið þessa nótt. daginn eftir var Mila alltaf að æla. hún fór í óléttupróf og komst að því að hún væri ólétt. hún varð ringluð og leitaði strax til Stephens og sagði honum fréttirnar. hann varð ótrúlega glaður og kyssti hana á fullu. síðan sagðist hann þurfa að fara í vinnuna. hann fór í vinnuna. Mila bara fór upp í rúm og hugsaði málið. þegar Stephen kom heim þa´var hann búinn að fá stöðuhækkun í vinnuni. í því tilefni bað hann Milu að fara í sparifötin sín og koma niðure ftir klukkutíma. eftir klukkutíma kom hún niður í eldhús í kertaljósum og fann góða lykt af kjúklingi. Stephen var sjálfur í sparifötunum sínum og var að láta kjúklinginn á borðið. Mila Rose settist niður alveg steinhissa. Stephen settist á móti henni. á meðan þau borðuðu þá töluðu þau um barnið og stöðuhækkunina. þegar loksins maturinn var búinn þá bað hann Milu að fara aftur upp og koma aftur niður eftir klukkutíma. hún gerði eins og hann sagði og kom síðan niður eftir klukkutíma. þegar hún kom niður brá henni því þá var risastór kaka á borðinu. Stephen sagði henni að setjast niður og hún sast niður. þau fengu sér bita af kökunni og töluðu saman og hlógu og skáluðu fyrir öllu, þar á meðal barninu. þegar þau voru alveg að verða búin þá lét Stephen svarta öskju á borðið og horfði á Milu. Mila opnaði svörtu öskjuna og brá. það var hringur með stórum demanti í henni. Stephen spurði hana síðan að giftast sér. hún sagði auðvitað já og þau fóru síðan upp í rúm og gerðu það. næstu mánuðina þá stækkaði alltaf bumban. þau ætluðu ekki að gista sig fyrr en barnið væri fætt til að barnið gæti séð giftinguna.
svo núna er ég bara komin svona langt en þið fáið að heyra meira um leið og ég er búin að leika þessa fjölskyldu nógu leingi!!:D